19.nóv

Foreldramorgunn - Opinn leikskóli Memmmplay pop up

Foreldramorgunn - Opinn leikskóli Memmmplay pop up

English below:
Opni leikskólinn Memmm Play pop up á foreldramorgni 19. nóvember frá 10:00-12:00.
Helga Sif frá Memmm play á Akureyri ætlar að koma og vera með okkur á foreldramorgni þennan þriðjudag.

Opni leikskólinn hefur verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu síðustu 3 ár en ætlar nú að bjóða upp á viðburði á Akureyri í samstarfi við Amtsbókasafnið. Helga Sif heldur utan um Memmm Play á Akureyri en hún er sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi.
Memmm Play býður fjölskyldum upp á að koma saman í öruggt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem börn geta leikið sér, eflt félags þroska sinn og tengst jafningjum. Opni leikskólinn leggur sérstaka áherslu á að styðja foreldra í nýju hlutverki sínu og stuðla að sterkri tengslamyndun barna í skemmtilegu og afslappandi umhverfi.

Á þessum fyrsta viðburði Memmm Play munum við hliðra til bókarekkum til að stækka rýmið í barnadeildinni svo það verður nóg pláss til að leika og hafa gaman. Helga kemur með ýmis leikföng fyrir yngstu kynslóðina og bókasafnið býður upp á kaffi fyrir þá eldri. Klukkan 11:00 er söngstund þar sem þeir sem vilja geta tekið þátt. Opni leikskólinn er opinn fyrir alla með ungbörn sem vilja koma og eiga skemmtilega stund t.d. foreldrar, ömmur/afar, frænkur/frændar, aupair og dagmömmur.
Börn eru á ábyrgð forráðamanna.

*Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku

English:
The Memmm Play open preschool will pop up at parents' morning on November 19 from 10:00-12:00.
Helga Sif from Memmm play in Akureyri is going to come and be with us at the parents' morning this Tuesday.

The open preschool has been operating in the capital area for the last 3 years, but now plans to offer events in Akureyri in collaboration with Amtsbókasafnið. Helga Sif manages Memmm Play in Akureyri, but she is a self-employed occupational therapist.
Memmm Play offers families the opportunity to come together in a safe and family-friendly environment where children can play, strengthen their social development and connect with peers. The Open Kindergarten places special emphasis on supporting parents in their new role and promoting strong relationships among children in a fun and relaxing environment.

At this first Memmm Play event, we will be moving bookshelves to expand the space in the children's department so there will be plenty of room to play and have fun. Helga brings various toys for the youngest generation and the library offers coffee for the older ones. At 11:00 there is a singing session where those who want can participate. The open kindergarten is open to everyone with infants who wants to come and have a fun time, e.g. parents, grandparents, aunts/uncles, aupairs and nannies.
Children are the responsibility of their guardians