16.nóv

SÖGUR | Leikritunarsmiðja

SÖGUR | Leikritunarsmiðja

Amtsbókasafnið og Leikfélag Akureyrar bjóða börnum á aldrinum 6-12 ára að læra að skrifa leikrit, í tengslum við verkefnið Sögur, sem KrakkaRÚV stendur fyrir. Leiðbeinandi smiðjunnar verður leikskáldið Vilhjálmur B. Bragason og mun hann leiðbeina krökkunum við að skrifa leikrit sem þau geta sent í Sögu-samkeppnina. Leikritunarsmiðjan fer fram laugardaginn 16. nóvember kl. 13-15 á Amtsbókasafninu. Hægt er að senda inn sögur á vef KrakkaRúv til 31. desember 2019. Leikfélag Akureyrar velur eitt handrit frá Norður- og Austurlandi, sem verður sett á svið í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Ath. upplýsingar um skráningu hér neðar.

Vilhjálmur B. Bragason nam leikritun og leikbókmenntir við Royal Academy of Dramatic Arts í London og úskrifaðist með MA gráðu vorið 2015. Hann hefur skrifað fjögur leikrit í fullri lengd og hlaut m.a. Nýræktarstyrk miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir leikverk sitt Afhendingu, en það er fyrsta leikverkið til þess að hljóta þann heiður. Auk þess hefur hann skrifað fjölda verka í samstarfi við aðra, bæði í Bretlandi og hér heima, nú síðast Galdragáttina og þjóðsöguna sem gleymdist og Framhjá rauða húsinu og niður stigann með Umskiptingum. Þá hefur Vilhjálmur þýtt og aðlagað verk eftir aðra, til að mynda Sjeikspír eins og hann leggur sig fyrir Leikfélag Akureyrar. Vilhjálmur er einnig skemmtikraftur og tónlistarmaður og sem slíkur er hann annar helmingur Vandræðaskálda.


Nánari upplýsingar um Sögur má finna á Sögu-vef RÚV.

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá börnin.

Skráning sendist á hronnb@amtsbok.is þar þurfa að koma fram upplýsingar um nafn og aldur barns auk símanúmers forráðamanns.

ATH takmarkaður fjöldi þátttakenda: 15 börn.