Upplýsingar um viðburð
Kæru safngestir og bókelskendur!
Það er aftur komið að því ... bókamarkaðurinn er kominn í gang í sýningarrýminu á Amtsbókasafninu og þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa. Skáldsögur, fræðibækur, ljóð, ævisögur o.fl. Flestar bækurnar eru seldar á 100 kr. stykkið en sérverð eru auglýst sérstaklega.
Þetta er lifandi markaður, sem þýðir að við bætum reglulega á borðin og því er langbest að koma reglulega og fylgjast með.
Ef birgðir endast, þá stendur markaðurinn út október!