Afþreying

Norðurljós

Norðurljós

Grímsey er frábær staður til að sjá og njóta norðurljósanna og eru bestu skilyrðin frá síðari hluta september til loka apríl. Norðurljósin koma fram hátt yfir yfirborði jarðar, í 100-250 km hæð og eru við þynnsta lag andrúmslofsins. Norðurljósin eru náttúruleg ljós á himni sem verða til við árekstra hraðfleygra rafhlaðinna agna sem láta þunna loftið skína, líkt og flúorlýsing.
Lesa fréttina Norðurljós
Sjósund

Sjósund

Norður Atlantshafið liggur umhverfis Grímsey. Hægt er að synda í sjónum sem er hreinn en kaldur, að meðaltali 8°C á sumrin og 4°C á veturna.
Lesa fréttina Sjósund
Strandveiðar

Strandveiðar

Í sjónum í kringum Grímsey er mikið af fiski og það er því auðvelt fyrir þá sem eru með réttan útbúnað að veiða t.d. þorsk og ufsa. Norðanmegin á eyjunni eru klettar en klettasillur og grýtt fjara eru aðgengilegar sunnanmegin, t.d. sunnan við gömlu vindmylluna.
Lesa fréttina Strandveiðar