Grímsey er frábær staður til að sjá og njóta norðurljósanna og eru bestu skilyrðin frá síðari hluta september til loka apríl.
Norðurljósin koma fram hátt yfir yfirborði jarðar, í 100-250 km hæð og eru við þynnsta lag andrúmslofsins. Norðurljósin eru náttúruleg ljós á himni sem verða til við árekstra hraðfleygra rafhlaðinna agna sem láta þunna loftið skína, líkt og flúorlýsing. Hægt er að sjá norðurljósin á norðlægum breiddargráðum á norðurljósabelti sem liggur umhverfis norðurheimsskautið, m.a. yfir Íslandi. Við suðurheimskautið sjást hliðstæð ljós sem nefnast suðurljós en það er sjaldgæfara að sjá slík ljós í suðlægum löndum.
Hvítur og grænn eru yfirleitt ríkjandi litir norðurljósanna en stundum má sjá ýmis litbrigði þar sem þrýstingur og samsetning lofthjúpsins er mismunandi eftir hæð hans. Í mjög mikilli hæð þar sem þrýstingur er lítill er oft rauður ljómi. Við minni hæð og meiri þrýsting myndast grænn blær og stundum má sjá lítinn rauðleitan borða vegna agna sem rekast saman við köfnunarefnissameindir.