Í Grímsey eru veturnir yfirleitt frekar snjóléttir þrátt fyrir legu eyjarinnar við heimskautsbauginn. Þar hefur hins vegar snjóað mikið síðustu daga, verið ansi vindasamt og því er mikið um skafla í þorpinu.
Anna María Sigvaldadóttir, sem býr í Grímsey, fór á stúfana seinnipartinn í dag og tók meðfylgjandi myndir.