Norlandair býður upp á flug til Grímseyjar allt árið. Tvo daga í viku á sumrin og þrisvar í viku þess utan.
Á meðan stoppað er í Grímsey er tilvalið að fara í gönguferð, heimsækja þorpið eða aðra markverða staði á eyjunni.
Allir farþegar með Norlandair til Grímseyjar fá skírteini því til staðfestingar að þeir hafi farið yfir heimskautsbauginn án endurgjalds. Aðrir gestir geta keypt skírteini í gjafavörubúðinni Gallerí Sól, sjá afgreiðslutíma hér. Á öðrum tímum þarf að panta skírteini fyrirfram í síma 467 3190 / 467 3156 eða með tölvupósti: gullsol@visir.is.
Flugtíminn er 30 mínútur og stoppið er 20 mín til 2 klukkustundir, háð dögum og árstíma.
Hér má skoða flugáætlun Norlandair
Til að bóka flug: www.norlandair.is
Flogið er frá Akureyrarflugvelli sem er í u.þ.b. 5 mín akstri frá miðbæ Akureyrar. Innritun er 30 mín fyrir brottför frá Akureyri en 15 mín fyrir brottför frá Grímsey.
Jólaáætlun 2023