Grímseyjarviti er staðsettur á suðaustur horni eyjarinnar og er á meðal merkustu byggingum eyjarinnar. Í upphafi var honum stjórnað með gaslampa sem þurfti að kveikja og slökkva á með handafli. Nú til dags er vitinn rafvæddur og er sjálfvirkur.
Vitinn er 9,6 m að hæð, var byggður árið 1937 samkvæmt teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Ljóshúsið er sænskt.
Ferðamenn komast ekki inn í vitann en frá honum er þó gott útsýni yfir klettana og ríkulegt fuglalíf á austurströnd eyjunnar auk þess sem hann er vinsælt viðfangsefni ljósmyndara.
Hegranesviti og Raufarhafnarviti eru byggðir eftir sömu teikningu og Grímseyjarviti.