Við norðurenda tjarnarinnar sem liggur við leiðina frá þorpinu út á flugvöllinn má sjá tvo höfða við ströndina. Þar segir sagan að fyrstu landnemar Grímseyjar séu heygðir, maður að nafni Grímur, sem sigldi ásamt fjölskyldu sinni frá Sognafirðinum í Noregi til Íslands og settist að í Grímsey. Hann og kona hans eru sögð heygð hvort í sínum höfðanum.