Fyrir ofan höfnina, fyrir framan veitingastaðinn og búðina má sjá minnismerki um Daniel Willard Fiske sem var mikill velgjörðamaður Grímseyinga. Fiske var ríkur amerískur fræðimaður og skákáhugamaður. Hann sigldi fram hjá Grímsey og heillaðist af lífsbaráttu eyjabúa og áhuga þeirra á skák. Hann ákvað því að gefa hverju heimili í Grímsey skáksett auk þess sem hann gaf samfélaginu talsverða peningaupphæð til að styðja þá til framtíðaruppbyggingar í eyjunni.
Minnismerkið sýnir seglskútu svipaða þeirri sem Fiske (1831-1904) sigldi á þegar hann fræddist um Grímsey og íbúa hennar.
Við minnismerkið má finna söguskilti annarsvegar um Fiske og hinsvegar um byggð í Grímsey, sjá nánar hér.