Heimskautsbaugurinn gekk fyrst inn á eyjuna árið 1717 og mun hverfa endanlega norður af henni í kringum árið 2047 eða því sem næst.
Baugurinn hefur því reikað yfir eyjuna síðan hann kom inn á hana, Hann var við félagsheimilið Múla um 1817 og norðan við gistiheimilið Bása 1917 og nyrst á Eyjarfætinum árið 2017.
Árið 2017 þegar nýtt tákn fyrir heimskautsbauginn „Orbis et Globus" var vígt í Grímsey, voru þrír steinar staðsettir þar sem baugurinn var á hverri öld, frá því að hann kom fyrst til Grímseyjar. Þessir steinar hafa verið nefndir Aldamótarsteinar og sýna staðsetningu baugsins 1717, 1817, 1917 og eru merktir ártalinu sem við á.
Upplýsingar um heimskautsbauginn hér.