Hér kynnum við 5 gönguleiðir um þessa fögru eyju. Tímarnir sem gefnir eru upp á leiðunum eru flestir rúmir því það er margt sem fangar athyglina á þessari fallegu eyju og því viðbúið að gönguhraðinn sé ekki mikill. Eyjan hentar vel til göngu og flestar leiðirnar liggja um grösuga slóða eða troðninga, hækkun er mest um 105 metra yfir sjávarmáli og því tiltölulega lítill hæðarmunur, hún er lægst vestan megin við hafnarsvæðið en hæst austan megin þar sem hún rís í um 105 metra yfir sjávarmáli.
1. Bláa leiðin: Yfir heimskautsbauginn og tilbaka
Norðurhluti Grímseyjar
Lengd: 6,86 km
Tími: u.þ.b. 3 klst.
Undirlag: Malarvegur, moldarslóði og malbik á götunum í þorpinu.
Upphaf/Endir: Þorpið við búðina/veitingastaðinn Kríuna
Bílastæði: Við ferjuhöfnina á Dalvík og þeir sem taka bílinn með til Grímseyjar - við höfnina í Grímsey.
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Fiske minnismerkið, hólmarnir, gamla heimskautsbaugstáknið "vegvísarnir og brúin", aldamótarsteinninn 1917, Eyjarfótur, fuglabjörgin og nýja heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus"
Kort af leiðinni
Gangan hefst í þorpinu. Þaðan er gengið í átt að flugvellinum og inn á bílastæðið við flugvöllinn. Gengið er framhjá flugskýlinu og gistiheimilinu Básar. Norðan við gistiheimilið má sjá gamla heimskautsbaugsmerkið "vegvísana og brúnna". Áfram er haldið meðfram flugvallargirðingunni eftir kindagötum þangað til að komið er yfir á malarveg, snúið er til hægri og honum fylgt upp að Básavík sem er tilkomumikil vík umvafin háum fuglabjörgum. Gætið þess að ganga ekki of nærri brúninni því lundarnir hafa grafið holur í bakkann.
Snúið aftur á malarveginn og haldið upp hæðina og haldið ykkur á veginum en hann liggur meðfram ströndinni norður á Fót (Eyjafót). Hér blasir við nýja heimskautsbaugstáknið "ORBIS et GLOBUS" (Hringur og kúla).
Eftir að hafa stigið yfir heimskautsbauginn er haldið aftur til baka til þorpsins sömu leið og komið var, nema að í stað þess að ganga meðfram flugvallargirðingunni á ný er veginum fylgt alla leið heim í þorpið.
2. Rauða leiðin - Norðurhelmingur eyjarinnar
Norðurhluti Grímseyjar
Lengd: 7,6 km
Tími: +3 klst.
Undirlag: Malarvegur, moldarslóði og malbik á götunum í þorpinu.
Upphaf/Endir: Þorpið við búðina/veitingastaðinn Kríuna
Bílastæði: Við ferjuhöfnina á Dalvík og þeir sem taka bílinn með til Grímseyjar - við höfnina í Grímsey.
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Fiske minnismerkið, hólmarnir, gamla heimskautsbaugstáknið "vegvísarnir og brúin", aldamótarsteinninn 1917, Eyjarfótur, fuglabjörgin og nýja heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus".
Kort af leiðinni
Gangan hefst í þorpinu. Þaðan er gengið í átt að flugvellinum og inn á bílastæðið við flugvöllinn. Gengið er framhjá flugskýlinu og gistiheimilinu Básar. Norðan við gistiheimilið má sjá gamla heimskautsbaugsmerkið "vegvísana og brúnna". Áfram er haldið til austurs niður að sjó, í gegnum grasivaxinn móa þangað til að komið er yfir á malarveg, haldið er til hægri og honum fylgt upp að Básavík sem er tilkomumikil vík umvafin háum fuglabjörgum. Hér þarf að gæta þess að ganga ekki of nærri brúninni því lundarnir hafa grafið holur í bakkann.
Snúið er við og farið aftur upp á vegslóðann og haldið upp hæðina og slóðanum fylgt en hann liggur meðfram ströndinni norður á Fót (Eyjafót). Hér blasir við nýja heimskautsbaugstáknið "ORBIS et GLOBUS" (Hringur og kúla). Skemmtilegt er að halda áfram og ganga út á nyrsta odda Grímseyjar en þar blasir við endalaus sjór sem nær alla leið til norðurpólsins.
Þaðan er síðan haldið aftur til baka upp hæðina sömu leið og komið var, þegar þangað er komin er tekinn slóði til vinstri út að austurströnd Grímseyjar. Eftir stutta stund er komið inn á vegslóða sem liggur meðfram austurhlið Grímseyjar. Honum er fylgt þangað til að við blasir útvarpsmastur. Áður en komið er að mastrinu er beygt inn á vegslóða sem liggur um eyjuna miðja og niður að þorpinu og að upphafsstað göngunnar. Á leiðinni niður í þorpið er gengið fram hjá suðurenda flugvallarins, gengið er um hlið stutt frá húsi með mastur við suðurhlið þess.
3. Græna leiðin - Suðurhluti Grímseyjar
Lengd: 6,4 km
Tími: +3 klst.
Undirlag: Malarvegur, moldarslóði og malbik á götunum í þorpinu.
Upphaf/Endir: Þorpið við búðina/veitingastaðinn Kríuna
Bílastæði: Við ferjuhöfnina á Dalvík og þeir sem taka bílinn með til Grímseyjar - við höfnina í Grímsey.
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Fiske minnismerkið, fuglabjörgin, vitinn, stuðlaberg, aldamótarsteinarnir 1717, 1817.
Kort af leiðinni
Gangan hefst í þorpinu og þaðan er farið upp sunnan við veitingastaðinn og verslunina, beygt til vinstri þegar komið er upp í Vallagötu og rétt áður en komið er að húsinu með útvarpsmastrið er beygt til hægri eftir slóða sem þar liggur upp á hæðina. Slóðanum er fylgt beint áfram upp á hæðina yfir á austur hlið eyjarinnar þar sem sjá má annað mastur, gengið er fram hjá því fyrir norðan það þangað til að komið er að gatnamótum. Þar er beygt til hægri / suðurs og þeim slóða fylgt alla leið suður að vitanum. Hægt er að taka smá auka krók út á klettana syðst á eyjunni stutt frá vitanum en þar má finna aldamótasteininn 1717.
Frá vitanum er gengið þvert yfir eyjuna, veginum fylgt að hluta en síðan farið yfir á grasigróinn stíg í gegnum móa yfir á vestur hluta hennar. Á suðvestur horninu er mikið um fallegt stuðlaberg. Fylgið ströndinni þangað til sést í húsið Borgir, þá er farið inn á slóða sem liggur fyrir sunnan húsið og aftur út á malarveginn sem liggur að þorpinu og honum fylgt að byrjunarstað göngunnar.
4. Gula leiðin - Miðeyjan
Lengd: 4,2 km
Tími: +2 klst.
Undirlag: Malarvegur, moldarslóði og malbik á götunum í þorpinu.
Upphaf/Endir: Þorpið við búðina/veitingastaðinn Kríuna
Bílastæði: Við ferjuhöfnina á Dalvík og þeir sem taka bílinn með til Grímseyjar - við höfnina í Grímsey.
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Fiske minnismerkið, hólmarnir, gamla heimskautsbaugstáknið "vegvísarnir og brúin", aldamótarsteinarnir 1717, 1817, 1917, Eyjarfótur, fuglabjörgin og nýja heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus" , vitinn, stuðlaberg og kirkjan.
Kort af leiðinni
Gangan hefst í þorpinu og þaðan er farið upp sunnan við veitingastaðinn og verslunina, beygt til vinstri þegar komið er upp í Vallagötu og rétt áður en komið er að húsinu með útvarpsmastrið er beygt til hægri eftir slóða sem þar liggur upp á hæðina. Slóðanum er fylgt beint áfram upp á hæðina yfir á austur hlið eyjarinnar þar sem sjá má annað mastur, tekinn er stígur til hægri sem liggur í átt að mastrinu en ekki er gengið upp að því heldur er slóðanum fylgt áfram til suður og suðvesturs, framhjá nokkrum tjörnum.
Komið er niður á malarveginn fyrir sunnan kirkjuna, þar er haldið til hægri og veginum fylgt sem leið liggur að þorpinu og að byrjunarstað göngunnar.
5. Ein með öllu - Hringurinn um eyjuna
Lengd: 10 km
Tími: +6 klst.
Undirlag: Malarvegur, moldarslóði og malbik á götunum í þorpinu.
Upphaf/Endir: Þorpið við búðina/veitingastaðinn Kríuna
Bílastæði: Við ferjuhöfnina á Dalvík og þeir sem taka bílinn með til Grímseyjar - við höfnina í Grímsey.
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Fiske minnismerkið, fuglabjörgin, vitinn, stuðlaberg, kirkjan og aldamótarsteinninn 1817.
Kort af leiðinni
Gangan hefst í þorpinu. Þaðan er gengið í átt að flugvellinum og inn á bílastæðið við flugvöllinn. Gengið er framhjá flugskýlinu og gistiheimilinu Básar. Norðan við gistiheimilið má sjá gamla heimskautsbaugsmerkið "vegvísana og brúnna". Áfram er haldið til austurs niður að sjó, í gegnum grasivaxinn móa þangað til að komið er yfir á malarveg, haldið er til hægri og honum fylgt upp að Básavík sem er tilkomumikil vík umvafin háum fuglabjörgum. Gætið þess að ganga ekki of nærri brúninni því lundarnir hafa grafið holur í bakkann.
Snúið aftur á malarveginn og haldið upp hæðina og haldið ykkur á veginum en hann liggur meðfram ströndinni norður á Fót (Eyjafót). Hér blasir við nýja heimskautsbaugstáknið "ORBIS et GLOBUS" (Hringur og kúla). Haldið áfram eins langt og þið komið til norðurs, á þessum stað er ekkert á milli ykkar og norðurpólsins nema endalaus sjór.
Þaðan er síðan haldið aftur til baka upp hæðina sömu leið og komið var, þegar þangað er komin er tekinn slóði til vinstri út að austurströnd Grímseyjar. Eftir stutta stund er komið inn á vegslóða sem liggur meðfram austurhlið Grímseyjar. Honum er fylgt til suðurs alla leið að vitanum á suðurhluta Grímseyjar. Hægt er að taka smá auka krók út á klettana syðst á eyjunni stutt frá vitanum en þar má finna aldamótasteininn 1717.
Frá vitanum er gengið þvert yfir eyjuna, veginum fylgt að hluta en síðan farið yfir á grasigróinn stíg í gegnum móa yfir á vestur hluta hennar. Á suðvestur horninu er mikið um fallegt stuðlaberg. Fylgið ströndinni þangað til sést í húsið Borgir, þá er farið inn á slóða sem liggur fyrir sunnan húsið og aftur út á malarveginn sem liggur að þorpinu og honum fylgt að byrjunarstað göngunnar.