Umhverfis- og mannvirkjaráð

160. fundur 23. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:53 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Ingimar Eydal
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hildur Brynjarsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.
Ingimar Eydal B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.

1.Knattspyrnufélag Akureyrar - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði KA

Málsnúmer 2024011530Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2024 varðandi kaup á tæki til þess að sinna viðhaldi á gervigrasi.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að keypt verði tæki að upphæð kr. 6 milljónir og færð á búnaðarsjóð UMSA og greidd af því leiga af fræðslu- og lýðheilsusviði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingimar Eydal B-lista óska bókað:

Í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar hefði verið heppilegra að umrædd vinnutæki hefðu verið knúin áfram af umhverfisvænum orkugjöfum.


Ólafur Kjartansson leggur fram þessa bókun:

Minnt er á samþykkta stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis og loftslagsmálum þar sem skýrt er tekið fram að hætta skuli notkun jarðefnaeldsneytis hjá Akureyrarbæ.

Að velja ný tæki sem brenna bensíni án þess að sýna fram á með gögnum að það sé óhjákvæmilegt tel ég ekki ásættanlegt.

2.Íþróttafélagið Þór - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði Þórs

Málsnúmer 2024011531Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2024 varðandi kaup á tæki til þess að sinna viðhaldi á gervigrasi.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að keypt verði tæki að upphæð kr. 6 milljónir og færð á búnaðarsjóð UMSA og greidd af því leiga af fræðslu- og lýðheilsusviði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingimar Eydal B-lista óska bókað:

Í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar hefði verið heppilegra að umrædd vinnutæki hefðu verið knúin áfram af umhverfisvænum orkugjöfum.


Ólafur Kjartansson leggur fram þessa bókun:

Minnt er á samþykkta stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis og loftslagsmálum þar sem skýrt er tekið fram að hætta skuli notkun jarðefnaeldsneytis hjá Akureyrarbæ.

Að velja ný tæki sem brenna bensíni án þess að sýna fram á með gögnum að það sé óhjákvæmilegt tel ég ekki ásættanlegt.

3.Sundlaug Akureyrar - klórframleiðslubúnaður

Málsnúmer 2024040234Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2024 varðandi kaup á klórframleiðslubúnaði í Sundlaug Akureyrar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keypt verði klórframleiðslukerfi í Sundlaug Akureyrar að upphæð kr. 75 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur æskilegt, ekki síst til þess að tryggja öryggi starfsfólks, að í kjölfarið verði leitað leiða til þess að koma upp sambærilegu klórframleiðslukerfi í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.

4.Slökkviliðið á Akureyri - viðhald á húsnæði

Málsnúmer 2022051057Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins á aðstöðu fyrir starfsmenn á slökkvistöðinni á Akureyri og minnisblað dagsett 16. apríl 2024 varðandi skýrsluna og samantekt á framkvæmdum til þess að uppfylla skilyrði um aðstöðuna. Lögð fram framkvæmdaáætlun og ósk um að verkið verði kostnaðarmetið og framkvæmt á árinu 2024.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að þvottabúnaður fyrir slökkviliðsgalla miðað við fyrirliggjandi tilboð verði keyptur og felur slökkviliðsstjóra að vinna kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og leggja fyrir ráðið á næsta fundi enda er um að ræða ákaflega mikilvægt verkefni í kjölfar ítrekunar fyrirmæla Vinnueftirlitsins sem snýr að því að tryggja öryggi starfsmanna í samræmi við reglugerð nr. 530/2020 um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum.

5.Blöndulína 3 - umsögn UMSA

Málsnúmer 2024040873Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/383

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem um ræðir er nauðsynlegt að óháður erlendur aðili leggi mat á álit Landsnets að ekki sé hægt að leggja Blöndulína 3 í jörðu innan þéttbýlis Akureyrarbæjar. Ekki ætti að halda áfram með málið fyrr en sú ótvíræða niðurstaða liggur fyrir. Ef niðurstaðan verður sú að aðrar leiðir eru ekki færar, er nauðsynlegt að samið verði um að línan fari í jörðu eins fljótt og kostur er, án þess að Akureyrarbær beri umræddan kostnað og að sá samningur liggi fyrir áður en gerðar verði breytingar á skipulagi sveitarfélagsins. Þá vekur umhverifis- og mannvirkjaráð athygli á því að umrædd loftlína myndi rýra græna trefilinn umtalsvert.


Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að skila inn umsögn þess efnis í skipulagsgátt.

6.Kirkjutröppur - endurbætur

Málsnúmer 2021011641Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri verkáætlun vegna framkvæmda við kirkjutröppurnar á Akureyri enda fyrirséð að framkvæmdalokum muni seinka til loka júlí.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Það er miður að framkvæmdir við kirkjutröppunar hafa tafist. Ýmsar skýringar eru á töfunum t.d. gekk erfiðlega að fá verktaka í verkið, gera þurfti meira en gert var ráð fyrir, nú seinkar verklokum enn í samræmi við ráðleggingar hönnuða og verktaka.

Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að um er að ræða mikilvæga framkvæmd sem verður sannkölluð bæjarprýði, mikilvægt er að vandað sé til verka og tekið sé tillit til ráðlegginga fagfólks, þrátt fyrir að það þýði tafir á verklokum.

7.Tjaldsvæði í Hrísey og Grímsey

Málsnúmer 2024040877Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi innheimtu á tjaldsvæðin í Hrísey og Grímsey og gjaldskrá þess efnis.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin í Grímsey og Hrísey.

8.Úrgangsmál - kaup á gámum

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2024 varðandi opnun tilboða vegna kaupa á sorpgámum. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2024 varðandi breytingar á núverandi gámasvæði í Réttarhvammi.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Terra umhverfisþjónustu hf. um kaup á gámum fyrir fjölbýlishús og húsaþyrpingar.

9.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - skýrsla um slys á Strandgötu

Málsnúmer 2024040879Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa varðandi slys á Strandgötu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að skipaður sé eftirlitsmaður í samræmi við fyrirliggjandi reglugerð þess efnis, þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi og/eða akandi og að unnið sé eftir vel skilgreindri öryggisáætlun. Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að umhverfis- og mannvirkjasvið í samvinnu við þjónustu- og skipulagssvið leggi fram tillögu að reglum sem tryggja að svo geti orðið til framtíðar. Mikilvægt er að enn frekari úrbætur verði gerðar á svæðinu hið allra fyrsta.

Fundi slitið - kl. 11:53.