Slökkviliðið á Akureyri - viðhald á húsnæði

Málsnúmer 2022051057

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins á aðstöðu fyrir starfsmenn á slökkvistöðinni á Akureyri og minnisblað dagsett 16. apríl 2024 varðandi skýrsluna og samantekt á framkvæmdum til þess að uppfylla skilyrði um aðstöðuna. Lögð fram framkvæmdaáætlun og ósk um að verkið verði kostnaðarmetið og framkvæmt á árinu 2024.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að þvottabúnaður fyrir slökkviliðsgalla miðað við fyrirliggjandi tilboð verði keyptur og felur slökkviliðsstjóra að vinna kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og leggja fyrir ráðið á næsta fundi enda er um að ræða ákaflega mikilvægt verkefni í kjölfar ítrekunar fyrirmæla Vinnueftirlitsins sem snýr að því að tryggja öryggi starfsmanna í samræmi við reglugerð nr. 530/2020 um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum.