Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér. 

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. maí:

Almenn mál

1. 2023090474 - Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar.

 

2. 2023020943 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. maí 2024:
Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Viðaukinn er vegna a) stofnunar og reksturs greiningar- og þjálfunarheimilis fyrir úrræði í barnaverndarmálum á Norðausturlandi, viðbót samtals 26,19 m.kr., b) vegna framkvæmda við gluggaskipti og flóttastiga á Ráðhúsi, samtals 42,0 m.kr. og c) vegna lokauppgjörs á rekstri Iðnaðarsafnsins á Akureyri en Minjasafnið á Akureyri mun taka við rekstrinum næstu þrjú árin, samtals 2,5 m.kr.
Útgjaldaaukning vegna viðaukans er 70,69 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé. Samhliða viðauka er gerð tilfærsla á 23,5 m.kr. en aðrar tekjur lækka í aðalsjóði vegna breytinga í fæðissölu um 23,5 m.kr. og samhliða lækka önnur útgjöld um sömu upphæð í aðalsjóði.

 

3. 2024030466 - Barnaverndarþjónusta - samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar

Lagður fram til síðari umræðu og samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Langanesbyggð, Norðurþing, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 27. mars 2024 og var fyrri umræða um samninginn í bæjarstjórn 16. apríl 2024, en þá var samningnum vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

4. 2023101100 - Rangárvellir - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla sem felur í sér afmörkun nýrrar 4.029 fm lóðar, Rangárvellir 6, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 15. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.

 

5. 2023090672 - Hrísey - deiliskipulag fyrir svæði ofan Norðurvegar

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:
Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og í kjölfarið kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. 2022120336 - Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:
Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar þann 31. janúar sl. var afgreidd til bæjarstjórnar að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi 6. febrúar. Við afgreiðslu málsins láðist að bóka um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furulundar sem auglýst var samhliða. Í þeirri tillögu felst engin efnisleg breyting heldur eingöngu aðlögun á skipulagsmörkum.
Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Furulund verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku hennar.
Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

7. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 18. og 26. apríl og 2. maí 2024

Bæjarráð 17. og 24. apríl og 2. maí 2024

Fræðslu- og lýðheilsuráð 29. apríl 2024

Skipulagsráð 24. apríl 2024

Umhverfis- og mannvirkjaráð 23. apríl 2024


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 03. maí 2024