Velferðarráð

1276. fundur 18. apríl 2018 kl. 14:00 - 16:35 Hlíð - Glaðheimar
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Heimsókn í eldhús Hlíðar.

Karl F. Jónsson yfirmatreiðslumaður og Magnús Örn Friðriksson matreiðslumaður kynntu starfsemina.

2.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Dagþjálfun og skammtímadvöl.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti umsóknarferli og stöðu biðlista.

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

3.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarráð

Málsnúmer 2018030057Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að 10 ára áætlun fyrir búsetusvið.
Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

4.Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Lautarinnar 2018

Málsnúmer 2018040206Vakta málsnúmer

Í samningi um rekstur Lautarinnar - athvarfs fyrir geðfatlaða er kveðið á um að Akureyrarbær og Geðverndarfélag Akureyrar skipi hvorn sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn Lautarinnar og komi sér saman um óháðan oddamann.

Lagt er til að Laufey Þórðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu á Búsetusviði taki sæti í stjórn fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

5.Fótbolti án fordóma

Málsnúmer 2017100170Vakta málsnúmer

Kynning á verkefninu Fótbolti án fordóma, sem nýlega hlaut styrki úr Lýðheilsusjóði og frá UEFA. Um er að ræða fótboltafélag geðfatlaðra sem æfir einu sinni í viku undir stjórn Hauks Snæs Baldurssonar þjálfara.

6.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður kynnti niðurstöður starfshóps um velferðarstefnu.
Velferðarráð samþykkir að fela Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að senda stefnuskjalið til yfirlestrar og í framhaldi af því til umsagnar hjá fræðsluráði, umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði, frístundaráði, öldungaráði, ungmennaráði og notendaráði fatlaðs fólks.

Fundi slitið - kl. 16:35.