Forvarnir 16-29 ára

Fyrir ungt fólk skiptir máli að vera hluti af hóp og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Slík þátttaka er ekki einungis mikilvæg fyrir samfélagið heldur stuðlar hún að félagslegum þroska og hæfni einstaklingsins. Ein besta forvörn fyrir samfélag er að bjóða upp á jákvæða og uppbyggilega virkni auk fræðslu og hvatningu til samfélagslegrar þátttöku.

Virkið

Virkið er fjölbreytt samstarf milli 14 stofnanna sem veitir þverfaglega þjónustu til ungmenna á aldrinum 16-29 ára. Aðstoðar og veitir stuðning í t.d. atvinnuleit, virkni og menntamálum. Veitir einnig almenna aðstoð og stuðning fyrir ungt fólk í vanda. Virkið sinnir annars stigs forvörnum.

Virkninámskeið Starfsfólk UH í samvinnu við Vinnumálastofnun
Stuðningur við ungt fólk sem er að koma úr neyslu Starfsfólk UH í samvinnu við Velferðarsvið, Fjölsmiðju og Geðdeild SAK

 

Framhaldsskólar

Framhaldsskólar bæjarins eru með og vinna eftir eineltisáætlun, þeir hafa jafnframt rýmingaráætlun ef vá ber að höndum en allt er þetta til að tryggja sem best öryggi nemenda. Skólarnir bjóða upp á ýmsa fræðslu fyrir nemendur svo sem svefnfræðslu, geðverndarfræðslu og vímuefnafræðslu.

Menntaskólinn á Akureyri (https://www.ma.is/)   

Verkmenntaskóli Akureyrar (https://www.vma.is/)   

Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan (www.fjolsmidjan.com)  er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára.  
Fjölsmiðjan leitast við að bjóða fjölbreytni í vinnu og námi sem auðveldar nemum að taka  ákvörðun um framtíð sína að lokinni starfsþjálfun. 

Síðast uppfært 27. október 2021