Stjórnsýslunefnd

7. fundur 20. október 2010 kl. 08:10 - 11:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Stjórnsýslunefnd - starfs- og fjárhagsáætlanir 2010-2014

Málsnúmer 2010090004Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjórar stoðþjónustudeilda, Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, komu á fundinn og gerðu nefndinni grein fyrir fjárhagsáætlunum fyrir málaflokk 121, meðferð sveitarstjórnarmála og stoðdeildir, fyrir árið 2011.
Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram til kynningar drög að starfsáætlun meirihlutans í bæjarstjórn á sviði stjórnsýslu og stoðþjónustu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun til bæjarráðs. Afgreiðslu starfsáætlunar stjórnsýslunefndar frestað.

2.Fræðslunefnd - skipun nefndar 2010

Málsnúmer 2010090115Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar frestaði hún tilnefningu í fræðslunefnd fyrir kjörtímabilið 2010-2014. Málið tekið fyrir að nýju.

Stjórnsýslunefnd skipar eftirtalda starfsmenn Akureyrarbæjar í fræðslunefnd:

Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður

Friðný Sigurðardóttir

Gunnar Gíslason

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Leifur Þorsteinsson

Varamenn:
Guðrún Guðmundsdóttir
Gunnar Frímannsson
Helga Hauksdóttir
Sigríður Stefánsdóttir

Tómas Björn Hauksson.

3.Hverfisnefnd Lundar- og Gerðahverfis ómönnuð

Málsnúmer 2010100096Vakta málsnúmer

Samkvæmt fundargerð hverfisnefndar Lundar- og Gerðahverfis dags. 4. október 2010 og bréfi fráfarandi formanns nefndarinnar, Ingvars Þóroddssonar, dags. 14. október 2010 hafa ekki borist nein ný framboð í nefndina en fráfarandi stjórnarfólk gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Formanni er falið að vinna að lausn á málinu.

4.Kosningar um afmörkuð mál

Málsnúmer 2005060044Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að reglum um kosningar bæjarbúa um afmörkuð mál. Drögin voru unnin á síðasta kjörtímabili.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri kom á fundinn og sagði frá beinum kosningum um afmörkuð málefni í Suður-Þýskalandi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Stjórnsýslunefnd þakkar Sigríði fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.

5.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 5. október 2010.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 6. október 2010.
Fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dags. 11. október 2010.
Fundargerð hverfisnefndar Lundar- og Gerðahverfis dags. 4. október 2010.

Samþykkt að bjóða fulltrúum hverfisnefnda á fund með stjórnsýslunefnd.

Fundi slitið - kl. 11:00.