Fræðsluráð

53. fundur 09. ágúst 2021 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Drífa Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Klaudia Jablonska fulltrúi ungmennaráðs og
Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðuðu forföll.

1.Skólaþjónusta - staða

Málsnúmer 2020080898Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefnum miðstöðvarinnar í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar á fyrri hluta ársins 2021.
Fræðsluráð vill koma á framfæri hrósi og þakklæti til starfsfólks MSHA fyrir góð störf í þágu skólastarfs á Akureyri þar sem fagmennska, hvatning og jákvæð samskipti ráða ríkjum í samvinnu við starfsfólk skólanna.

2.Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584Vakta málsnúmer

Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og æskulýðsmála gerðu grein fyrir úttekt á forvarnamálum hjá Akureyrarbæ sem unnin var af RHA að beiðni samfélagssviðs.

3.Brekkuskóli - körfuboltavöllur

Málsnúmer 2021062016Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá skólastjóra Brekkuskóla um að hafin verði uppsetning á nýjum körfuboltavelli á lóð skólans.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.

4.Sérúrræði í leikskólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021080200Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá beiðni frá skólaþjónustu Akureyrarbæjar um viðbótarfjármagn vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð kr. 15,6 milljónir en gengið er út frá aukningu um 5,5 stöðugildi síðustu 4 mánuði ársins.
Fræðsluráð samþykkir einróma að vísa erindinu til 2. umræðu í fræðsluráði mánudaginn 23. ágúst skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:30.