Félagsmálaráð

1144. fundur 23. maí 2012 kl. 14:00 - 17:15 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2012 - áfrýjanir

Málsnúmer 2012010019Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir og Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Málsnúmer 2009030082Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynntu drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis.

Afgreiðslu frestað.

3.Heilsugæslustöðin á Akureyri - minnisblað til ráðherra 2012

Málsnúmer 2012050146Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK sagði frá fundi í Velferðarráðuneytinu um stöðu HAK og lagði fram minnisblað dags. í apríl 2012 sem afhent var velferðarráðherra.

4.Heilsugæslustöðin á Akureyri - starfsemi 2012

Málsnúmer 2012050153Vakta málsnúmer

Karólína Stefánsdóttir yfirfjölskylduráðgjafi, Þórir V. Þórisson yfirlæknir og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri á HAK fóru yfir stöðuna og starfsemina á heilsugæslunni. Lagðar fram upplýsingar um fjölskylduráðgjöfina á HAK og námsstefnuna Foreldrar í vanda - börn í vanda, sem haldin var 2. og 3. maí sl.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og tekur undir áhyggjur stjórnenda vegna álags á stofnunina og áhrif þess á þjónustuna.

5.Heimahjúkrun og heimaþjónusta 2012

Málsnúmer 2012050154Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Nína Hrönn Gunnardóttir forstöðumaður heimahjúkrunar, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fóru yfir stöðuna í heimahjúkrun og heimaþjónustu. Lagt fram minnisblað dags. 18. maí 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2012

Málsnúmer 2011100092Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 8. mars 2012 frá Ásgerði Th. Björnsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ þar sem óskað er eftir því að samningur verði gerður um áframhaldandi þjónustu SÁÁ á Akureyri.

Félagsmálaráð ákveður að vinna að áframhaldandi samningi við SÁÁ til eins árs og felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að undirbúa málið.

Fundi slitið - kl. 17:15.