Bæjarráð

3641. fundur 06. júní 2019 kl. 08:15 - 11:15 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Fjárhagsáætlun 2020 - samráð öldungaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2019050217Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs og þau verkefni sem lúta að þjónustu við aldraða.

Helgi Snæbjarnarson formaður öldungaráðs og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og lögðu fram lista yfir þau verkefni sem öldungaráð telur brýnast að koma í farveg.
Bæjarráð þakkar fulltrúum öldungaráðs fyrir komuna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060362Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefna í starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 16. maí 2019:

Lögð fram að nýju drög að uppbyggingarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar varðandi landmótun og jarðvegsvinnu á félagssvæði BA.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir fulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Með þessari bókun vil ég undirstrika mikilvægi þess að þau félög/samtök sem fá uppbyggingarsamning við Akureyrarbæ gangi vel um á framkvæmdatíma, passi að á svæðinu séu einungis þau tæki og tól sem verið er að nota á tilteknum tíma, fjarlægi allt rusl sem til fellur við framkvæmd jafnóðum og gangi vel frá að framkvæmdum loknum. Þetta á við um alla sem fá slíkan samning og tengist á engan hátt því tiltekna félagi sem verið er að semja við núna.
Bæjarráð staðfestir samninginn með 5 samhljóða atkvæðum.

4.Lækjargata 13 - lóð boðin til kaups

Málsnúmer 2018060307Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afsal vegna innlausnar lóðarinnar Lækjargötu 13.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Öldungaráð - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar öldungaráðs dagsett 13. maí 2019.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

6.Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál 2019

Málsnúmer 2019050454Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. maí 2019 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1189.html

Fundi slitið - kl. 11:15.