Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

463. fundur 02. október 2013 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson
Dagskrá

1.Grímseyjargata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011030026Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 25. september 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Búvíss ehf., kt. 590106-1270, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Grímseyjargötu 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013080246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2013 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén. Innkomnar teikningar 30. september 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

3.Krossanes 4 - aflþynnuverksmiðja - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN080138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2013 þar sem Björgvin Smári Jónsson, AVH, f.h. Krossanes eigna ehf., kt. 660707-0850, áður Becromal Properties ehf., sækir um leyfi fyrir girðingu umhverfis verksmiðju Becromal, Krossanesi 4. Meðfylgjandi er uppfærð afstöðumynd sem sýnir girðinguna.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Njarðarnes 8 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2013090269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-X ehf., kt. 490304-3390, sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Skipagata 14 - umsókn um breytingar á 2. hæð

Málsnúmer 2012030083Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. október 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Einingar Iðju, kt. 570599-2599, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af innra skipulagi á 2. hæð að Skipagötu 14. Meðfylgjandi er teikning og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Fossatún 7 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2013100030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2013 þar sem Kristín Sigurðardóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um stækkun á bílastæði við Fossatún 7 til að auðvelda aðkomu með fatlað barn að húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

 

7.Álfabyggð 4 - umsókn um leyfi fyrir garðskúr

Málsnúmer 2013070126Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 2. október 2013 þar sem Sigurgeir Svavarsson f.h. Reglu karmel systra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, sækir um leyfi til að reisa garðskúr við Álfabyggð 4. Meðfylgjandi er teikning og samþykki lóðarhafa í Álfabyggð 2.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Hólmatún 2 - Naustaskóli umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011040011Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. október 2013 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar kt. 710501-2380, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af öðrum áfanga Naustaskóla að Hólmatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Björgúlfsson dagsettar 16. september 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Daggarlundur 12 - breyting á skráningu

Málsnúmer 2012010086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2013 frá Hafþóri Helgasyni og Helga Jónssyni þar sem þeir óska eftir að Hafþór Helgason verði skráður einn sem lóðarhafi.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.