Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

399. fundur 30. maí 2012 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Norðurgata 48 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012050189Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2012 þar sem Stefán Steingrímsson og Malee Vita sækja um að gera bílastæði fyrir tvo bíla framan við húsið að Norðurgötu 48. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir 6 metra breitt bílastæði. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

2.Sjávargata 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012040166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarna L. Thorarensen sækir um leyfi til að byggja vélageymslu við eldra hús á lóðinni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúr) ásamt því að reisa tjaldskemmu til bráðabigða. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Röngnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. maí 2012 ásamt samþykki nágranna.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h.
2) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3) Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Einnig er veitt tímabundið stöðuleyfi fyrir gámum og geymslutjaldi, matshluta 02, til tveggja ára.

3.Réttarhvammur 3 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012050202Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 23. maí 2012 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Íslenska Gámafélagsins, kt. 470596-2289, óskar eftir leyfi til breyttrar starfsemi í húsi nr. 3 við Réttarhvamm sbr. meðfylgjandi teikningu eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið enda verði afrit af samningi um afnot af starfsmannaaðstöðu í suðurhluta hússins skilað inn.

4.Skipagata 14 - 5. hæð - umsókn um leyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2012010082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum á 5. hæð að Skipagötu 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin ný teikning 24. maí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Spítalavegur 17 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012050182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2012 þar sem Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson sækja um stækkun á lóð nr. 17 við Spítalaveg í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Jafnframt er óskað eftir útmælingu á lóðarmörkum að sunnan.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðaskráritara er falið að gera lóðarsamning.

6.Hafnarstræti 102 - 2. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2012 þar sem Sveinn Fannar Ármannsson f.h. Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um leyfi til að setja upp veggi og sturtur til að breyta rýmum á 2. hæð í bakpokagistingu að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi er grunnmynd. Innkomin ný teikning 29. maí 2012. Óskað er eftir undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.4.4. Vegna 2ja ganga sem eru 132x557 sm og 132x211 sm að stærð.
2. Vegna breiddar salernis fyrir fatlaða.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Gránufélagsgata 23 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012050218Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2012 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. Árna Hólm Þormóðssonar og Huldu Jónsdóttur sækir um að gera bílastæði fyrir tvo bíla á lóð sinni nr. 23 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er afstöðumynd og lóðarteikning.

Skipulagsstjóri samþykkir 6 metra breitt bílastæði. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Fundi slitið - kl. 14:00.