Bleikur október

Bleikur október
Bleikur október

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis er heiðursgestur okkar hér á sýningunni:

Bleikur október

þar sem bleikar bækur og bleikar slaufur ráða ríkjum.

Sýningin er sett upp í tilefni af átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, Bleiku slaufunni sem í ár er tileinkað brjóstakrabbameini.

Skrifstofa Krabbameinsfélagsins á Akureyri að Glerárgötu 24, 2. hæð (fyrir ofan VÍS) er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 13:30-16:00.

Símatími er einnig þessa daga í síma 461 1470

Netfang félagsins er kaon@simnet.is.

Fólk er hvatt til að nýta sér það sem er í boði og er vel tekið á móti öllum sem líta við á skrifstofunni.

Við vekjum athygli á einstaklega fallegum hálsklútum Dömulegra dekurdaga.

Einnig er vakin athygli á vef Bleiku slaufunnar – www.bleikaslaufan.is en þar er m.a. hægt að kaupa slaufur fyrri ára.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan