Fræðslu- og lýðheilsuráð

51. fundur 29. apríl 2024 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í forföllum Tinnu Guðmundsdóttur.

1.Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2024041112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2024 þar sem leikskólastjóri Krógabóls óskar eftir að gera breytingu á skóladagatali með því að færa til skráningardaga í tengslum við sumarlokun leikskólans til að koma til móts við óskir foreldra.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir umbeðna breytingu á skóladagatali leikskólans Krógabóls.

2.Erindi vegna heiti á leikskólanum Hulduheimum

Málsnúmer 2024041110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2024 frá Snjólaugu Brjánsdóttur skólastjóra Hulduheima vegna heitis á leikskólanum. Beiðnin felst í að taka aftur upp heitin Holtakot og Síðusel í staðinn fyrir heitin Hulduheimar - Kot og Hulduheimar - Sel.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir umbeðna beiðni Snjólaugar Brjánsdóttur skólastjóra Hulduheima.

3.Frístundaheimili - stefnumótun

Málsnúmer 2023050658Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar stefnumótun um frístundaheimili Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða stefnumótun og vísar henni til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

4.Frístundaheimili - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2023110385Vakta málsnúmer

Lagðar fram til samþykktar viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur og vísar þeim til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

5.Búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2024

Málsnúmer 2024040537Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu gerði grein fyrir tillögu um búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða skiptingu til búnaðarkaupa fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

6.Sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir félagslega einangruð og fötluð börn

Málsnúmer 2024041001Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um samstarfsverkni félagslegrar liðveislu og FÉLAK um sértækt félagsmiðstöðvastarf fyrir félagslega einangruð og fötluð börn.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar kynntum hugmyndum og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Sundlaug Akureyrar - klórframleiðslubúnaður

Málsnúmer 2024040234Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 9. apríl 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í klórframleiðslukerfi fyrir sundlaugar Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar ákvörðun til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá fræðslu- og lýðheilsuráði hvort setja eigi upp klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlauginni í Hrísey.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að kaupa klórframleiðslubúnað í Sundlaug Akureyrar en skoðar á komandi árum að kaupa klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlaugina í Hrísey.

8.Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2022111455Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um Íþróttafélagann þar sem fram kemur beiðni um að fá samþykki fyrir verkefninu til lengri tíma.


Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu áfram í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.

9.Ársreikningar ÍBA

Málsnúmer 2023060136Vakta málsnúmer

Ársreikningur ÍBA fyrir árið 2023 var lagður fram og kynntur, en ársreikningurinn var samþykktur á 66. ársþingi ÍBA 16. apríl sl.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

10.Karatefélag Akureyrar - aðstöðumál Karatefélags Akureyrar

Málsnúmer 2023111465Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2024 frá Helgu Björgu Ingvadóttur framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Karatefélags Akureyrar þar sem óskað er eftir því að félagið geti notað áfram þá æfingaaðstöðu sem félagið hefur haft í Íþróttahöllinni.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita Karetefélaginu aðstöðu í Íþróttahöllinni a.m.k. til vors 2025.

11.Siglingaklúbburinn Nökkvi - endurnýjun í öryggisbáti

Málsnúmer 2023110197Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. nóvember 2023 frá Tryggva J. Heimissyni formanni Nökkva varðandi endurnýjun búnaðar fyrir starfsemi félagsins. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 13. nóvember 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að leggja fram 1,2 milljónir til kaupa á mótor í öryggisbát félagsins.

12.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málum nr. 3, 4, 6 og 8 til umræðu í ungmennaráði Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:00.