Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

964. fundur 26. apríl 2024 kl. 11:15 - 12:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skipagata 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024040432Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2024 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Pedro ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 16 við Skipagötu. Innkomin gögn eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Sunnuhlíð 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024040438Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2024 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Aðalsteins Guðmundssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir stakstæðri geymslu á baklóð húss nr. 9 við Sunnuhlíð. Innkomin gögn eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Skipagata 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024041052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Murturs ehf., sækir um breytta notkun á íbúð í atvinnuhúsnæði í húsi nr. 10 við Skipagötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Grímseyjargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100862Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson fyrir hönd Búvíss ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 2 við Grímseyjargötu. Innkomin ný gögn 16. apríl 2024 eftir Jón Hrafn Hlöðversson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Austurbrú 10-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2024 þar sem Oddur Kristján Finnbjarnarson fyrir hönd Pollsins ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fjölbýlishúss á lóð nr. 10-18 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru gögn eftir Odd Kristján Finnbjarnarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Langimói 5 og 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024040298Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2024 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir tveimur 8 íbúða fjölbýlishúsum á lóð nr. 5-7 við Langamóa. Innkomin gögn eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.