Í ákveðnum tilfellum gerir Akureyrarbær rekstrarsamninga við íþróttafélög á Akureyri um rekstur og umsjón íþróttamannvirkja sem eru í eigu Akureyrarbæjar.
Samningur sem þessi felur m.a. í sér að Akureyrarbær greiðir íþróttafélaginu til að t.d. standa straum af launakostnaði starfsmanna íþróttamannvirkisins, stjórnunar- og bókhaldskostnaði, rafmags- og hitakostnað og hreinlætis- og ræstivörum. Nánari útskýringar.
ATH. misvel getur gengið að opna hlekkina hér að neðan eftir því hvaða netvafri er notaður!
Listi yfir lög, reglugerðir og samþykktir Akureyrarbæjar um rekstur íþróttahúsa og mannvirkja v/rekstrarsamninga 2019
1. Skyldur leigusala og leigutaka
2. Íþróttalög nr. 64/1998 með síðari breytingum
3. Öryggis- og eftirlitshandbók fyrir íþróttahús, sem gerð var af Menntamálaráðuneytinu 2003
4. Reglur um baðvörslu í íþróttahúsum og sundlaugum á Akureyri - í vinnslu
5. Reglur um þrif og öryggisatriði í íþróttamannvirkjum
6. Umgengnisreglur í íþróttahúsum Akureyrarbæjar - í vinnslu
7. Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar
8. Vinnuumhverfisvísar Vinnueftirlitsins, styðjast skal við vinnuumhverfisvísa fyrir skóla