Menningarborg Evrópu 2030 - erindi frá Rannís

Málsnúmer 2024040329

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3844. fundur - 11.04.2024

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. apríl 2024 frá Rannís þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu árið 2030. Tilkynna þarf um væntanlegar umsóknir fyrir 16. september nk.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.