Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 274. fundur - 04.10.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Framkvæmdaráð gerir tillögur um að lækkun á úthlutuðum römmum þeirra málaflokka sem það fer með í aðalsjóði, verði um 55.440 þús.kr.
Í tillögunum er gert ráð fyrir að sorpgjöld verði kr. 27.900 pr. íbúð, sem er um 10% hækkun á milli ára.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, ásamt tillögu að gjaldskrárhækkun sorpgjalda og vísar henni til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 275. fundur - 01.11.2013

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti drög að framkvæmdaáætlun 2014-2017.

Framkvæmdaráð - 276. fundur - 15.11.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð - 279. fundur - 17.01.2014

Farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2014.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti tillögur framkvæmdadeildar um framkvæmdir ársins 2014.

Framkvæmdaráð - 280. fundur - 31.01.2014

Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2014.

Frestað til næsta fundar.

Framkvæmdaráð - 281. fundur - 14.02.2014

Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2014.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð - 284. fundur - 04.04.2014

Kynning á hönnun á göngustíg við Drottningarbraut.
Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt kynnti tillögur að göngustíg við Drottningarbraut.

Framkvæmdaráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 285. fundur - 09.05.2014

Lögð fram endurskoðuð framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir endurskoðaða framkvæmdaáætlun þar sem 10 m.kr. eru færðar í stígagerð og nýbyggingar gatna lækka sem því nemur.

Framkvæmdaráð - 286. fundur - 23.05.2014

Kynnt staðan á verklegum framkvæmdum árið 2014.

Framkvæmdaráð - 290. fundur - 05.09.2014

Farið yfir rekstur einstakra deilda fyrstu sjö mánuði ársins 2014.
Aðalheiður Magnúsdóttir skrifstofustjóri framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð - 291. fundur - 19.09.2014

Farið yfir stöðu á verklegum framkvæmdum ársins 2014.

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Kynnt var 8 mánaða staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og væntanleg staða í lok ársins.
Ljóst er að sorphreinsun og sorpeyðing fer um 35,0 mkr. fram úr áætlun, umferðar- og samgöngumál fara um 72,0 mkr. fram úr áætlun og umhverfismál fara um 30,0 mkr. fram úr fjárhagsáætlun ársins 2014.

Framkvæmdaráð felur formanni framkvæmdaráðs og bæjartæknifræðingi að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessara liða.