Sérfræðiþjónusta við skóla

Málsnúmer 2010030028

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1142. fundur - 11.04.2012

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lagði fram minnisblað um þjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 29. febrúar 2012.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með þessa vinnu og fyrirhugað framhald á henni með skipun sérstaks vinnuhóps.

Skólanefnd - 10. fundur - 20.06.2013

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu starfshóps um endurskoðun á sérfræðiþjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 18. júní 2013.

Skólanefnd þakkar Karólínu og Þuríði fyrir kynningu á efni skýrslunnar.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að kynna efni skýrslunnar fyrir skólastjórum og öðrum hagsmunaaðilum og kalla eftir viðbrögðum við þeim tillögum sem þar eru settar fram.

Félagsmálaráð - 1167. fundur - 26.06.2013

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu starfshóps um endurskoðun á sérfræðiþjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 18. júní 2013.
Félagsmálaráð þakkar Karólínu og Þuríði fyrir kynningu á efni skýrslunnar og starfshópnum fyrir vel unnin störf og felur framkvæmdastjórum fjölskyldudeildar og heilsugæslu að halda áfram með úrvinnsluna.