Menntaskólanemar streyma í salinn.
Nemendum í Menntaskólanum á Akureyri var boðið á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hofi kl. 13.30 í dag.
Áhugasamir nemendur skunduðu í menningarhúsið upp úr klukkan eitt og hér um bil fylltu stóra salinn Hamraborg.
Sinfóníuhljómsveitin heldur síðan almenna tónleika kl. 19.30 í kvöld og ennþá eru nokkrir miðar lausir á http://www.menningarhus.is/ og í afgreiðslu Hofs.
Á efnisskránni eru tvö meistaraverk: glæsilegur klarínettukonsert Webers og kraftmikil sinfónía Beethovens. Meðfylgjandi myndir voru teknar
þegar tónleikarnir fyrir nemendur MA voru um það bil að hefjast.