Alþingiskosningar 2013

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Kosið verður til Alþingis Íslendinga laugardaginn 27. apríl 2013. Akureyrarkaupstað verður skipt í tólf kjördeildir: tíu verða á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í félagsheimilinu Múla. Kjörfundur hefst á kjördag á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 89. gr. laga nr. 24/2000. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða að lágmarki opnir til kl. 17.30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

Kjörskráin liggur frammi til sýnis í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, 1. hæð, á bæjarskrifstofunni í Hrísey og í Búðinni í Grímsey frá og með miðvikudeginum 17. apríl 2013 til og með föstudeginum 26. apríl 2013 á venjulegum opnunartíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 23. mars 2013. Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Akureyrar að Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Sjá nánar á vefnum www.kosning.is þar sem m.a. er hægt að fletta upp í kjörskrá.

Nánari upplýsingar um kjördeildir í Akureyrarkaupstað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan