Í gær var haldinn árlegur bæjarstjórnarfundur unga fólksins þar sem fulltrúar í ungmennaráði ræða málefni sem á þeim brenna að viðstöddum bæjarfulltrúum sem einnig taka til máls og tjá sig um það sem ber á góma.
26.03.2025 - 14:08 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 82
Nemendur Glerárskóla hafa sökkt sér niður í bókalestur síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.
26.03.2025 - 13:13 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 90
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á liðnu ári styrk upp á 11 milljónir vegna verkefnisins „Hrísey – eins og fætur toga“. Styrkurinn var veittur til að gera umbætur á gönguleið á vesturströnd Hríseyjar og auka öryggi gangandi ferðafólks.
26.03.2025 - 09:33 AlmenntMaría Helena TryggvadóttirLestrar 111
Íþróttasvæði í Hlíðarfjalli - niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 5. mars 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna stækkunar á íþróttasvæði Hlíðarfjalls
24.03.2025 - 10:48 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuRebekka Rut ÞórhallsdóttirLestrar 103
Laugardaginn 22. mars kl. 15 verða sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnunardaginn verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.
20.03.2025 - 15:45 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 92