Oddagata 11 - umsókn um óverulega deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040588

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 12. apríl 2024 þar sem að Kári Magnússon fh. Péturs Ólafssonar byggverktaks ehf. sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður 1 metra aftar á lóðinni svo að bílastæði fyrir framan skúrinn verði 6 metrar í stað 5.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 13 og Gilsbakkavegar 11.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.