Geislatún 2-10 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040520

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fh. Árna Sveinbjörnssonar eiganda að Geislatúni 8 sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreitum fyrir sólstofur við íbúðir á lóðum við Geislatún 2-10. Byggingarreitir fyrir léttar útbyggingar sem skilgreindir eru fyrir hverja íbúð verði stækkaðir úr 3x5m í 4,2x5m.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þórhallur Jónsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að þegar hafi verið byggt samkvæmt gildandi deiliskipulagi.