Lystigarður - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040510

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem að Jón Birgir Gunnlaugsson fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar sækir um breytingu á deiliskipulagi Lystigarðsins á Akureyri.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

· Núverandi byggingarreitur áhaldahúss er stækkaður.

· Heimilt að reisa salernisastöðu fyrir gesti með varanlegri byggingu eða bráðabirgðahúsnæði (salernisgámur). Stærð byggingar max 5 x 10 metrar innan sameiginlegs byggingarreits með áhaldahúsi.

· Nýr stígur upp á Þórunnarstræti að stoppustöð gangstétt.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.