Háhlíð 4 - breytt notkun á einbýlishúsi

Málsnúmer 2024040354

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 8. apríl 2024 þar sem Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að einbýlishúsinu að Háhlíð 4 verði breytt í 2 íbúðir. Færir Anna Þóra rök fyrir því að allar forsendur séu til staðar til þess að í húsinu geti verið 2 íbúðir sem skiptast í efri- og neðri hæð.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið, þar sem einbýlishúsi á lóðinni verði breytt í tvíbýlishús. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Höfðahlíðar 14, 15 og 17 og Háhlíðar 2 og 6.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.