Sunnuhlíð 12 – tillaga að nýju deiliskipulagi

Nú eru í kynningu drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12 í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða 0,7 ha svæði sem merkt er sem reitur VÞ18 í gildandi aðalskipulagi og afmarkast af lóðamörkum Sunnuhlíðar 12.

Forsendur deiliskipulagsvinnunnar eru uppbygging heilsugæslu í norðurhluta Akureyrar. Í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð er gert ráð fyrir heilsugæslu á 2. hæð ásamt viðbyggingu á tveimur hæðum, alls um 800 m2 að stærð. Í deiliskipulaginu verður ennfremur gerð grein fyrir bílastæðum, umferðarflæði og möguleika á bílskýli fyrir heilsugæslu innan lóðarinnar, ásamt því að skoðuð verður hugsanleg stækkun lóðarinnar til austurs.

Skipulagstillöguna má nálgast hér og greinargerð með skipulaginu hér.

Tillagan verður jafnframt aðgengileg hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Hægt er að skila inn ábendingum um tillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 27. apríl 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan