Samþykktar skipulagstillögur fyrir Ægisgötu 7 og Sandgerðisbót

Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 12. febrúar 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Sandgerðisbót.
Breytingin felur í sér að gönguleið meðfram Sandgerðisbót er breytt með það að markmiði að auka öryggi óvarðra vegfarenda auk þess að færa hana frá löndunarbryggju þar sem slysahætta getur skapast. Uppsátur eru gerð aðgengilegri með akstursleið og girðing sett til að afmarka svæðið.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.


Breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 7.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 18. desember 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Ægisgötu 7 í Hrísey.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall er hækkað og byggingarreitur stækkaður að norðvestur lóðarmörkum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarbæjar, 3. mars 2020,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 17. mars 2020

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan