Deiliskipulag Rangárvalla, niðurstaða bæjarstjórnar

Deiliskipulag Rangárvalla, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 7. apríl 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær að mestu til lóðar Landsnets sem er nr. 1 við Rangárvelli en einnig til svæðis sunnan lóðarinnar að Hlíðarfjallsvegi.
Í breytingunni er afmarkað lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til vesturs í samræmi við heimild í gildandi skipulagi, nýjir byggingarreitir eru afmarkaðir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, hámarkshæð mannvirkja á lóð nr.1 verður 15 m í stað 6,6 m, sett er inn tákn/afmörkun spenna og lagnabelti þvert yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund er fellt út.
Tillagan var auglýst frá 29. janúar til 12. mars 2020. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

16. apríl 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan