- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Sindri Kristjánsson situr hjá við atkvæðagreiðslu og óskar bókað eftirfarandi:
Fyrirliggjandi tillaga um uppbyggingu verslunarkjarnans í Sunnuhlíð 12 svo nýta megi húsnæðið undir starfsemi heilsugæslu er spennandi og vel unnin. Fagna ber áformum um uppbyggingu Sunnuhlíðar með það að markmiði að glæða þennan gamla hverfiskjarna lífi. Á móti kemur er að umhverfi og skipulag svæðisins er með þeim hætti að mati undirritaðs að slík grundvallarbreyting á starfsemi í húsinu rúmast illa með tilliti til umferðaröryggis og lífsgæða íbúa sem fyrir eru á svæðinu. Þá er ekki hægt að líta fram hjá staðarvalsgreiningu sem fram fór á fyrri stigum málsins, þ.e. uppbyggingu tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri. Í henni kom fram með skýrum hætti að lóðin við Skarðshlíð 20 er besti kostur í tengslum við uppbyggingu norðurstöðvar. Skýr vilji framkvæmdastjórnar HSN til að vinna verkefnið áfram með niðurstöðu staðarvalsgreiningar að leiðarljósi var ítrekaður við bæjaryfirvöld á Akureyri með bréfi dagsettu 18. mars á þessu ári.