Baldvin Þór og Sandra María eru íþróttafólk Akureyrar 2023
Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon úr UFA er íþróttakarl Akureyrar 2023 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen hjá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2023. Í öðru sæti voru þau Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnumaður í KA og Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona í KA. Í þriðja sæti voru Alex Cambray Orrason lyftingamaður í KA og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona hjá HFA.
31.01.2024 - 22:02 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 346
More languages below. | Nú er hægt að bóka símtal og viðtal hjá ýmsum ráðgjöfum og fulltrúum Akureyrarbæjar í gegnum heimasíðu bæjarins. Nýr tímabókunarhnappur er hægra megin á forsíðu Akureyri.is.
31.01.2024 - 14:20 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 316
Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2024. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
31.01.2024 - 08:56 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 406
Nýtt starfsár Listasafnsins á Akureyri hófst formlega síðastliðinn laugardag þegar opnaðar voru sýningar þeirra Alexanders Steig, Steinvölur Eyjafjarðar, Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, og Sigurðar Atla Sigurðssonar, Sena.
30.01.2024 - 08:14 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 255
Undanfarna mánuði hafa Akureyrarbær og Vistorka verið þátttakendur í evrópska nýsköpunarverkefninu Raptor á vegum EIT Urban Mobility sem parar saman sveitarfélög og sprotafyrirtæki í því skyni að prófa nýjar lausnir sem styðja við breyttar ferðavenjur. Sjá frétt um verkefnið HÉR.
26.01.2024 - 11:47 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 338
Úthlutað úr Safnasjóði til Listasafnsins og Minjasafnsins
Á þriðjudag fór fram í Reykjavík aðalúthlutun 2024 úr safnasjóði. Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, úthlutaði að þessu sinni 176.335.000 kr. og brautargengi hlutu m.a. verkefni á vegum Listasafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri.
25.01.2024 - 08:19 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 294