Kæru safngestir! Það er alltaf besta veðrið á Akureyri og alltaf skemmtilegast að heimsækja Amtsbókasafnið á Akureyri, ekki satt? Hér má sjá myndir sem teknar voru í morgun á nokkrum stöðum á bókasafninu okkar ... og ... myndir segja meira en mörg orð!
Myndirnar eru teknar í báðum byggingum safnsins.
Við sjáum þarna smá af vinnuaðstöðu starfsfólksins.
Stiginn góði ... sem vísar norður og niður.
Barnabókavörðurinn að strauja (gerist reglulega)
Saumavélin sem allir mega nota.
Upplýsta mynddiskadeildin, sem er hrein og fínröðuð.
Lestrarsalurinn sem er mikið notaður.
Fræskápurinn sem verður örugglega vinsæll ...
o.fl. o.fl. ...