Íslenskuklúbburinn er byrjaður

Íslenskuklúbburinn hittist 3. mars sl. á Amtsbókasafninu og naut samverunnar.
Íslenskuklúbburinn hittist 3. mars sl. á Amtsbókasafninu og naut samverunnar.

Fimmtudaginn 3. mars hittist íslenskuklúbburinn svokallaði í fyrsta sinn. Átta aðilar komu saman og eru frá fimm mismunandi löndum.

Tilgangurinn er að skapa tækifæri fyrir fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum að sitja saman og æfa sig í að tala íslensku. Aija Burdikova heldur utan um þennan klúbb og öllum er velkomið að hafa samband við hana. Næsti hittingur er áætlaður 17. mars á sama tíma, kl. 16:30, og ef vel gengur hittumst við og tölum íslensku á tveggja vikna fresti. Við hjálpumst að, röbbum saman, spilum kannski spil, flettum upp í bókum, lesum og margt fleira. 

Andinn var mjög góður á meðal þeirra sem mættu á fyrsta fundinn og verður það eflaust áfram.

Mynd af fólk sem sótti íslenskuklúbb á Amtsbókasafninu, þau sitja öll við borð

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan